Categories
Mótrök

Alþingi þarf ekki að fara eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni frá 2012 því hún var bara ráðgefandi

Það nær algild meginregla í lýðræðisríkjum að þjóðþing virða niðurstöður úr þeim atkvæðagreiðslum sem boðað er til. Sú skylda er siðferðileg og  pólitísk frekar en lögfræðileg, en jafn mikilvæg fyrir því. 

Categories
Mótrök

Þjóðaratkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána árið 2012 var ógild

Hún var ekki ógild. Hér er á ferðinni misskilningur þar sem ruglað er saman annars vegar gildri þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 og hins vegar kosningu til stjórnlagaráðs 2011.

Categories
Mótrök

Nýja stjórnarskráin kollvarpar gildandi stjórnskipun landsins

Það sem hún gerir er að færa texta stjórnarskrárinnar nær þeirri stjórnskipun sem gildir í raun auk þess sem hún felur í sér mikilvægar umbætur.

Categories
Mótrök

Öll dómafordæmi gildandi stjórnarskrár falla úr gildi við nýja stjórnarskrá

Um það bil 80% af gömlu stjórnarskránni er í þeirri nýju. Margt yrði túlkað eins en mál sem snerta ný ákvæði þyrftu dómstólar að sjálfsögðu túlka út frá hinni lagalegu aðferð, rétt eins og öll ný lög sem sett eru í landinu.

Categories
Mótrök

Við þurfum ekki nýja stjórnarskrá því að „hrunið var ekki stjórnarskránni að kenna“

Þessi mýta er svokallaður “strámaður” því hún heldur fram sjónarmiðum sem enginn stendur fyrir. Með öðrum orðum heldur stuðningsfólk nýju stjórnarskrárinnar því alls ekki fram að hrunið hafi verið stjórnarskránni að kenna.  Það stóð hins vegar alltaf til að skrifa Íslandi nýja stjórnarskrá frá lýðveldisstofnun. Hrunið var bara kornið sem fyllti mælinn og kom þannig af stað lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem heimsbyggðin hefur séð.

Categories
Mótrök

Það er óþarfi að breyta stjórnarskránni til að breyta kvótakerfinu

Vissulega er fræðilega hægt að setja lög á Alþingi sem veita þjóðinni arðinn af auðlindum sínum. Hins vegar hefur þegar verið fullreynt að Alþingi mun ekki standa með þeim sterka meirihluta þjóðarinnar sem vill að auðlindir, sem ekki eru í einkaeign, verði lýstar sem þjóðareign í stjórnarskrá. Til þess eru hagsmunaöflin sem vilja óbreytt ástand einfaldlega of sterk.